FLUGHÁTÍÐIN ALLT SEM FLÝGUR HELLA 2018

Þessa helgi 13-15 Júli verður gríðarleg flugstemming á Hellu flugvelli þegar Flugmálafélag Íslands mun standa fyrir Flughátíðin Allt sem flýgur.

Flughátíðinn  á Hellu fór fyrst fram árið 2001 og þá á vegum Geirfugls og hefur verið á hverju ári síðan í alls konar veðrum og tilheyrandi jarðskjálftum. Í seinni tíð tók FLugmálafélagið  hátíðina yfir  og er þetta einn af betri flughátíðum landsins.

Meðal þess sem verður á dagskrá flughátíðarinnar eru allskonar flugvélar af öllum gerðum og týpum með og án hreyfla.
Svæðið verður ein samfelld flugsýning alla helgina,  Listflug, karmellukast, hið margfræga laugardags grill og skýlisball hljómsveit kvöldsins er Svarti Kassinn.

Sjá má dagskrá hátíðarinnar hér.

Flughátíðinn er mjög fjölskylduvæn, svo það er um að gera að skella sér á staðinn með alla fjölskylduna og tjald og skemmta sér í góðri útilegu með góðu fólki miklu stuði og góðri dagskrá fyrir alla konur og kalla á öllum aldri.

Ekki er rukkað inn á svæðið, né fyrir tjaldstæði. Mögulega þarf að borga fyrir rafmagn sé það notað.

 

Please follow and like us:
fb-share-icon