Helgina 12-14 júli var flughátíð Flugmálafélags íslands Allt sem flýgur haldin á Hellu flugvelli, dagana þar á undan var íslandsmeistaramót í vélflugi og sviflugi á hellu flugvelli.
Flughátíðinn Allt sem flýgur hefur verið haldin í mörg ár allt frá 2001 og var upprunalega haldin af Geirfuglum sem buðu öllum sem höfðu eitthvað flugtengt eða áhuga á flugi að vera með, fyrir nokkrum árum tók Flugmálafélag ‘islands við hátíðin og tengdi hana við íslandsmeistaramót í flugíþróttum og er hátíðinn ALlt sem flýgur í dag ein sú stærsta flugkoma á íslandi á hverju ári. á hana koma flugvélar frá Íslandi og öðrum löndum, þyrlur, flugmódel, svifvængir og bara allt sem viðkemur flugi. í ár var einstaklega mikið fjör á hátíðini enda veður gott og margmenni á svæðinu.
Báðar ljósmyndir sem fylgja þessari frétt eru teknar af Tómas Evertssyni