Pétursbikarinn 2018

Sigurvegari dagsins Róbert Ketilsson Mynd/Flugklúbur selfoss

Árleg lendingarkeppni Flugklúbbs Selfoss fór fram á Selfossi í gærkvöldi. Hópur 15 fjölbreyttra flugvéla mættu á svæðið , 10 af þeim tóku þátt í æsispennandi og harðri keppni sem fór fram í blíðskaparveðri á Selfossflugvelli.

Kvöldið hófst á að grillaðar voru Pylsur í góðaveðrinu og svo var keppnin haldin, óvenju mörg refsistig litu dagsins ljós í dag en að lokum fór það svo að Róbert Ketilsson vann keppnina á TF-SPA, annar varð Guðlaugur Agnar Valsson á TF-STR og í þriðja sæti varð Pétur Jökul Jacobsson á TF-ELX

Pétursbikarinn er haldin til minningar um Pétur Sigvaldason en hann gaf fyrsta fjárframlagið til flugvallagerðar á Selfossi. Pétur fórst á samt þremur örum í flugslysi aðeins tveim vikum síðar.

Please follow and like us: